137. löggjafarþing — 26. fundur,  26. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[16:00]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Hv. þingmaður vænir mig um útúrsnúning í þessu máli. En ég vil enn og aftur segja í þessari umræðu að ég held að hv. þingmanni væri það hollt að skoða félags- og tryggingamálaráðuneytið, skoða heilbrigðisráðuneytið, sjá svolítið það sem þar er í gangi, setja sig inn í þetta. Það væri hollt fyrir hv. þingmann. En það væri ekki gott fyrir þá sem þjónustuna þurfa að nota.