137. löggjafarþing — 26. fundur,  26. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[20:19]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég og hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson erum sammála um að vísa fullri ábyrgð á þessu frumvarpi til ríkisstjórnarinnar. Hér er verið að skattleggja atvinnu og sparnað og auk þess að taka upp neyslustýringu og við teljum það ekki gæfulegt. Við munum sitja hjá við flestar (Gripið fram í.) greinar frumvarpsins en greiða atkvæði gegn þeim sem okkur þykir ganga of langt.