137. löggjafarþing — 26. fundur,  26. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[20:25]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Nú eru greidd atkvæði um þann þátt sem lýtur að aðgerðum sem nauðsynlegar voru og lúta að kjörum aldraðra og öryrkja. Við þessar erfiðu aðstæður er það mikið ánægjuefni að það tókst að verja hag þeirra sem reiða sig alfarið á bætur almannatrygginga sér til framfærslu þannig að skerðingin bitnar að engu leyti á þeim.