137. löggjafarþing — 29. fundur,  29. júní 2009.

ummæli ráðherra um Icesave-ábyrgð.

[15:14]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Það er rétt, að sjálfsögðu eiga Íslendingar að standa við skuldbindingar sínar. Það er enginn að tala um neitt annað. Íslendingar eiga hins vegar að þora að verja rétt sinn líka og ef við ætlum að halda fram þeim málflutningi að Ísland hafi verið einhvers konar spillingarríki í þeirri von að með því að gera það muni menn sjá að við séum að gera upp hlutina og með því að taka á okkur skuldbindingar langt umfram það sem okkur ber skylda til og langt umfram það sem við getum endar það bara á einn veg. Það endar með því að við getum ekki staðið við raunverulegar skuldbindingar vegna þess að þá verður ekki um það deilt að þetta séu skuldbindingar sem Ísland stendur ekki við. Þá lendum við í sömu stöðu og Argentína. Raunar eru ekki mörg ár síðan Argentína lenti í þjóðargjaldþroti en þó veit ég ekki betur en að það ríki sé byrjað að stunda viðskipti um allan heim. En það er kannski vegna þess hvernig þeir héldu á málum, miklu betur en haldið er á málum á Íslandi. Þeir reyndu að standa við (Forseti hringir.) sínar lagalegu skuldbindingar.