137. löggjafarþing — 29. fundur,  29. júní 2009.

tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar.

[15:28]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegur forseti. Ekki svaraði þetta að fullu leyti spurningu minni. Auðvitað eru öll þau verkefni sem hæstv. ráðherra nefndi góðra gjalda verð og nauðsynleg en það verður að segjast eins og er að í ljósi t.d. umferðarinnar um sl. helgi þar sem umferðarhraðinn yfir Hellisheiði var 20, 30 km/klst. — menn komust hraðar með því að hlaupa — og í ljósi þess að vegurinn frá Reykjavík að Hveragerði liggur fyrir skipulagslega, átti að fara í útboð í haust, er það vægast sagt sérstakt að þessi vegur sé settur til hliðar. Kannski er það ekkert óeðlilegt að verkefni eins og Vaðlaheiðargöng og samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll, sem hafa verið gæluverkefni ráðherra, komi fyrst á dagskrá.

Síðastliðin 10, 15 ár hafa Sunnlendingar unnið að þessu verkefni samviskusamlega (Forseti hringir.) og við nennum ekki að bíða lengur.