137. löggjafarþing — 29. fundur,  29. júní 2009.

fundarstjórn.

[15:36]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Eins og forseti benti rétt áðan á brenna fjölmargir þingmenn inni með mikilvægar spurningar til ráðherra. Það hafa verið margir nefndadagar og ekki svo margir þingdagar og því hafa færri tækifæri en ella gefist til að spyrja ráðherra. Ég brenn til að mynda inni með spurningu til hæstv. fjármálaráðherra um hvaða skoðun hann hafi á því að Icesave-samningarnir fari (Forseti hringir.) í þjóðaratkvæðagreiðslu en hann hefur talið eðlilegt að ESB-samningarnir (Forseti hringir.) fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

(Forseti (ÁRJ): Um fundarstjórn forseta.)

Mig langar til að spyrja hæstv. forseta hvort hún telji ekki eðlilegt að það verði kannað hvort liðurinn óundirbúnar fyrirspurnir verði tvöfaldaður. Hæstv. utanríkisráðherra kinkar hér kolli (Forseti hringir.) og er sammála mér í þeim efnum.