137. löggjafarþing — 29. fundur,  29. júní 2009.

heimild ríkissjóðs Íslands til viðbótarlántöku á árinu 2009.

133. mál
[15:52]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og skattn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og tek undir með henni að þetta eru mjög sérstakar aðstæður sem við skulum öll vona að komi aldrei aftur upp hjá okkur. Málið kom einfaldlega upp þegar verið var að fara yfir stöðu ríkisfjármálanna á miðju ári og hvaða heimildir menn kynnu að þurfa að hafa í því sambandi.

Ég hygg að það hafi verið dregið að einhverju leyti á lánalínur frá að minnsta kosti tveimur Norðurlandanna það sem af er en ég hef ekki nákvæmar upplýsingar um það eins og sakir standa en skal afla upplýsinga um það fyrir hv. þingmann.

Sömuleiðis geng ég út frá því að heimildin hafi verið tímabundin en nákvæmlega til hvaða dags skal (Gripið fram í.) ég sömuleiðis ganga úr skugga um.