137. löggjafarþing — 29. fundur,  29. júní 2009.

heimild ríkissjóðs Íslands til viðbótarlántöku á árinu 2009.

133. mál
[16:00]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og skattn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Höskuldi Þór Þórhallssyni fyrir andsvör sín. Ég held að það sé einmitt mjög mikilvægt að hann og aðrir þingmenn kalli eftir því að þær upplýsingar sem stjórnvöld veita á hverjum tíma séu réttar og leitist við að staðreyna þær og kalli eftir því bæði í ræðum sínum og með skýrslubeiðnum, fyrirspurnum og öðrum þeim tækjum sem við höfum í þinginu til að fylgja því fram. Í þeim atriðum sem hann vísar til um lán Norðurlandanna, þá er auðvitað um að ræða lánsfjárheimildir en ekki er verið að loka þeim samningum þannig að þær viðræður hafa út af fyrir sig staðið og við þekkjum til þeirra og annarra lánveitinga sem hér er um fjallað og einnig þess sem snýr að Landsvirkjun. Þetta eru heimildir til lántöku sem hér um ræðir en ég undirstrika bara að við getum á vettvangi efnahags- og skattanefndar og á vettvangi fjárlaganefndar farið betur og nánar yfir einstök atriði sem varða þessar heimildir og munum gera það á fundum okkar næstu daga.