137. löggjafarþing — 29. fundur,  29. júní 2009.

heimild ríkissjóðs Íslands til viðbótarlántöku á árinu 2009.

133. mál
[16:29]
Horfa

Valgeir Skagfjörð (Bhr) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir greinargóð svör. Ég gæti hæglega vísað í ummæli sem hæstv. fjármálaráðherra viðhafði sjálfur á borgarafundi í vetur þar sem hann var einmitt að vísa í alþekkt 12 spora kerfi þar sem fyrsta sporið væri að viðurkenna vandann. Ég velti þeirri spurningu fyrir mér hvort það sé ekki ástæða til þess að við viðurkennum að vandinn er kannski ívið meiri en er látið í veðri vaka, 5 milljónir á dag í vexti, ef maður reiknar þetta á þessum grundvelli. (Gripið fram í.) Já, til dæmis. Ég tek undir með hv. þm. Birki Jóni Jónssyni að það væri gott að geta fengið að sjá greiðsluáætlun í smáatriðum um það hvernig á að framkvæma þetta.