137. löggjafarþing — 29. fundur,  29. júní 2009.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

82. mál
[18:37]
Horfa

Frsm. menntmn. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður spurði hvort nefndin hefði fjallað um reglur um lánshæfismat með fulltrúum stjórnar lánasjóðsins. Við gerðum það og ræddum þetta líka okkar á milli. Það er einmitt þess vegna sem við setjum þennan kafla í nefndarálitið, við leggjum áherslu á það að þegar nýjar reglur verða settar verði skilyrðið ekki svo þröngt að breytingarnar á lögunum hafi ekkert að segja, þannig að við erum einmitt að leggja áherslu á það í þessu nefndaráliti.

Varðandi framfærslugrunninn er alveg ljóst að í núverandi ramma er ekki möguleiki til þess að hækka hann en mér finnst mikilvægt að við leitum leiða til þess að hækka framfærslugrunninn í áföngum og geri ráð fyrir því að um það verði rætt.