137. löggjafarþing — 29. fundur,  29. júní 2009.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

82. mál
[18:56]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu getum við ekki verið sammála um allt og að sjálfsögðu sjáum við hlutina í mismunandi samhengi, hv. þm. Birkir Jón Jónsson. Þannig eru hlutirnir.

Það er náttúrlega ekki þannig að það sé neitt okkar sem ætlar sér að samþykkja þessa ríkisábyrgð á Icesave með bros á vör og sól í hjarta, það er ekki þannig, þetta er hinn versti gjörningur. Eftir sem áður held ég að við séum með því raun og veru að fara af stað í ákveðinn uppbyggingarfasa sem vonandi getur skilað okkur öflugra menntakerfi og öflugri lánasjóði þar sem við í raun og veru getum farið að byggja þjóðfélagið upp að nýju þar sem við höfum náð ákveðnu jafnvægi og ákveðnu trausti á íslenskt efnahagslíf aftur.