137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

störf þingsins.

[13:58]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Það er í hæsta máta óeðlilegt að þegar hv. þm. Álfheiður Ingadóttir stendur í ræðustól Alþingis og er að svara fyrirspurn hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar, sem er sessunautur minn á þingi, varpi hún til mín fyrirspurn eða geri nákvæmlega eins og henni er títt ef henni fellur ekki þegar setið er úti í sal og eru frammíköll — að segja fólki pent og prúðmannlega að þegja.

Ég geri þá kröfu, hæstv. forseti, (Forseti hringir.) að forseti berji í borð og bjöllu undir slíkum kringumstæðum því að hæstv. forseti ber nú í bjöllu af minna tilefni.