137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[14:42]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Sú yfirvegun sem þessi skýrsla er gerð af gerir ráð fyrir að heildarskatthlutfall af tekjusköttum fari ekki upp fyrir svipað hlutfall og var fyrir nokkrum árum, 2006, 2007, þegar hvað best gekk. Það er svona sagt að það verði alla vega ekki verra en það. Það gleymist aftur á móti að taka fram, og það tel ég vera yfirbreiðslu, getum við sagt, og raunverulega fals að allur fjármagnstekjuskattstofninn hefur minnkað alveg gríðarlega og er hverfandi og það er enginn hagnaður af fyrirtækjum. Þessi skellur mun því allur bitna beint á heimilunum sem tekjuskattur.

Mig langar til þess að spyrja hæstv. fjármálaráðherra hvort þetta séu þau yfirveguðu og heiðarlegu vinnubrögð (Forseti hringir.) sem hann benti á áðan.