137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[14:50]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þá skýrslu sem við höfum hér fengið frá hæstv. ráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum næstu fjögur árin. Ég held að svona að jafnaði væri afar gagnlegt að stjórnvöld legðu fram skýrslu jafnítarlega þessari, um sýn sína fram í tímann, um það hvernig menn ætla að ná stöðugleika og jöfnuði í rekstri ríkisins. En við gerum þetta að þessu sinni að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og vegna hinna óvenjuerfiðu aðstæðna.

Það sem vekur athygli mína í þessu skjali er áherslan á hækkun skatta. Við sjálfstæðismenn höfum bent á leiðir til þess að auka tekjur ríkisins án þess að hækka skatta. Það er auðvitað mjög áberandi í skýrslunni að tekin eru hlutföll eins og prósenta af vergri landsframleiðslu, sem er ágætt að nota, og hækkaðir skattar á þá sem eru hluti af prósentunni (Forseti hringir.) en aðrir skildir út undan. Þannig er dregin upp fegurri mynd.

Mig langar til þess að spyrja hæstv. ráðherra: (Forseti hringir.) Hvað á að hækka tekjuskatta á einstaklinga mikið til þess að komast í réttu prósentuna?