137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[15:44]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það felst í þessari skýrslu og það virðist vera hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga opinberum starfsmönnum og fækka þeim á sama tíma. Það á að fjölga þeim með því að færa banka og fyrirtæki undir kjararáð, væntanlega til þess að geta einhvern veginn lækkað þessi laun. En á sama tíma á að fækka opinberum starfsmönnum með einhverjum hætti sem er óskiljanlegur. Við þessu hefur hv. þingmaður ekki getað fundið viðunandi svar. Ég veit að það kemur fram að það á að lækka aksturspeninga, risnu og alla slíka hluti. Hvernig ætla menn að fara að því á sama tíma að fjölga opinberum starfsmönnum og fækka þeim og er til eitthvert plan um það hversu mikið þeim mun fjölga með þessu leiðarljósi sem þarna er og hversu mikið stendur til síðan að fækka þeim aftur þegar búið er að fjölga þeim?