137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[16:41]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Já, hv. þingmaður vitnar í dægurlagatexta á nýjan leik. Varðandi Icesave-málið kemur það í ljós þegar ég ýti á hnappinn hvernig það fer. En af því að þú vitnar í þennan dægurlagatexta og setur það í samhengi við Icesave vil ég setja þetta í samhengi við það þegar Framsóknarflokkurinn gaf og einkavæddi bankana, Framsóknarflokkurinn gaf og einkavæddi Landssímann, Framsóknarflokkurinn gaf og einkavæddi Áburðarverksmiðjuna, Framsóknarflokkurinn gaf og einkavæddi íslenskt samfélag og það er það sem við erum að lenda í núna og erum að vinna upp. Ég vil bara biðja hann að setja þetta dægurlag líka í samhengi við sína pólitísku fortíð.