137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[16:45]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Afstaða mín gagnvart aðildarumsókn að Evrópusambandinu hefur alltaf verið skýr. Ég hef sagt það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í þessum stól að ég sé (Gripið fram í.) mótfallinn umsókn. Ég er mótfallinn umsókn að Evrópusambandinu. Ég var það fyrir kosningar. Ég var það meðan á kosningunum stóð. Ég var það eftir kosningar. Ég hef alltaf sagt það í þessum ræðustól. Ég mun fella allar tillögur sem þessu tengjast. Ég hef sagt það í mínum þingflokki. Ég hef sagt það við Samfylkinguna og ég hef margsinnis sagt það við hv. þingmann.

Varðandi tekjumöguleika ríkissjóðs þá kom ég inn á það í ræðu minni hvernig við gætum eflt innlenda framleiðslu með róttækum aðgerðum og sé ráðist í róttækar aðgerðir til að efla innlenda framleiðslu og draga úr gjaldeyrisútstreymi þá munum við ná aukinni tekjuöflun. Ég hef ekki í kollinum nákvæmlega allar tölur á bak við þessar myndir. En svona lít ég á málið.