137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[16:49]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort meiri eftirspurn sé eftir þingmönnum eða vel menntuðum læknum. Það verður hver og einn að meta fyrir sig. Hér segir, með leyfi forseta:

„Það er athyglisvert að þetta hlutfall hefur hækkað þrátt fyrir að skatthlutföll hafi verið lækkuð og sérstakur hátekjuskattur verið lagður af.“

Það er alveg ljóst að við komumst ekki í gegnum þetta öðruvísi en að hækka skatta. Það er alveg ljóst að við komumst heldur ekki gegnum þá erfiðleika sem fram undan eru án þess að ganga eitthvað inn í launin. Það er alveg ljóst. Við þurfum að fara blandaða leið og við komumst ekki hjá þeim aðgerðum að ráðast í skattahækkanir og lækka laun að einhverju leyti því verði farið af meiri hörku í niðurskurð þá mun það koma allharkalega niður á félags-, velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfinu.