137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[16:51]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Okkar dugmikla þjóð vinnur sig út úr þessu en hún vill gera það í sameiningu og hún vill gera það á félagslegum forsendum og hún verður að gera það þannig að þeir sem hafa hæstu launin í samfélaginu taki á sig aukna byrði. (RR: Það verða engir með há laun.) Hún verður að gera það þannig að þeir sem hafa hæstu launin í þessu samfélagi taki á sig aukna byrði. (Gripið fram í.) Hún verður að gera þetta á félagslegum forsendum því það er ekkert svigrúm í lægst launuðu tekjuhópunum. (Gripið fram í: Hvað eru há laun?)