137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

125. mál
[18:38]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil ítreka að ég held að það sé afar mikilvægt þegar verið er að setja svona stór mál fyrir þjóðina — bæði málin eru auðvitað mjög stór, bæði Icesave-málið og ESB-aðild ef til hennar kemur — að kynna þau mál mjög ítarlega fyrir þjóðinni þannig að hún geti tekið afstöðu til þeirra. Miðað við það tímaplan sem menn hafa lagt og séð fyrir sér, ef við náum viðunandi samningsdrögum við Evrópusambandið, þá er ég alveg sannfærð um að við munum við hafa töluvert rúman tíma til að kynna það ítarlega fyrir þjóðinni.

Ég vil bara ítreka að ég tel ekki að við höfum þann tíma þegar Icesave-samningarnir eru annars vegar. Það er ýmislegt sem hangir á þeim samningum eins og margoft hefur komið fram og ég held að þessi samningur sé þess eðlis, hann er stór, hann er mikill og þarna er mikið af skjölum sem þarf að fara í gegnum, ég held að það sé ekki rétt í þessu máli og miðað við þann tíma sem við höfum og aðstæður að leggja hann fyrir þjóðina.