137. löggjafarþing — 31. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálaráðgjöf á landsbyggðinni.

71. mál
[14:47]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir þessa fyrirspurn. Ég tel að það sé mikilvægt að efld verði öll ráðgjafarþjónusta gagnvart þessu bankahruni og erfiðleikum heimilanna um allt land en að þjónustan sé ekki einskorðuð við höfuðborgarsvæðið. Ég vil líka taka undir sérstaklega það sem hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir sagði áðan að það er svolítið hrópandi þegar ráðherrann nefnir svæði sem hugsanlega kæmu til greina — það voru nefnd Hérað, Fjarðabyggð og Akureyri — maður spyr sig hvort ekki sé hægt að hafa einn stað kannski fyrir austan í staðinn fyrir tvo og setja þá eitthvað upp kannski líka fyrir vestan. Suðurlandið var heldur ekki nefnt hérna. Ég bendi ráðherra á að líta beri á landið í heild að þessu leyti. Ég hef ekki sterka skoðun á því hvar eigi að koma þessu fyrir. Hér hafa verið nefnd verkalýðsfélögin, sýslumenn eða hugsanlega aðrar stofnanir. Bankarnir eru skárri en ekkert. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að hæstv. ráðherra haldi áfram að skoða þessi mál með jákvæðum hætti.