137. löggjafarþing — 32. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[15:39]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég rakti áðan hugmyndir um þetta sem hafa verið kynntar í nefndinni. Eins og ég sagði er þar um að ræða aðkomu ríkissjóðs sem stofnfjáreiganda með allt að 20% eiginfjárframlagi miðað við reikningsskil í lok árs 2007. Það er möguleiki á aðkomu nýrra stofnfjáreigenda annarra, bæði sveitarfélaga eins og við höfum heyrt og jafnvel einstaklinga. En það er líka sá möguleiki að þær kröfur sem ríkissjóður á á sparisjóðina verði breytt í lán og þar með eiginfjárstaðan styrkt á svipaðan hátt og gerðist með VBS og Saga Capital.

Það kom fram fyrir nefndinni að ætlunin væri ekki að strauja stofnféð niður í núll og einnig, eins og ég sagði áðan, að ekki mundi eitt gilda um alla sparisjóðina.