137. löggjafarþing — 32. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[19:57]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit að þessu frumvarpi er ætlað og það hefur það að markmiði að styðja við og reisa við og styrkja sparisjóðina. Ég er bara ekki sannfærð um að þetta sé eina leiðin. Ég get ekki svarað því hvort ég ætli að styðja þetta frumvarp fyrr en ég hef sannfæringu fyrir því að þetta sé besta frumvarpið sem ég get hugsanlega stutt í þessu samhengi og það er það sem ég er að tala um.

Ég nefndi hvaða atriði ég teldi vegna áherslna á 7. gr. út af stofnfénu og niðurfærslunni, ég nefndi þá grein sem ég tel — og ekki bara ég vegna þess að þetta hefur komið fram í máli ýmissa sem komið hafa til nefndarinnar. Ég man nú hreinlega ekki hverra — að það sé í rauninni eina greinin sem þyrfti að breyta núna. Ég svara því til. Í staðinn fyrir að fara í gegnum frumvarpið og segja hvaða greinum ætti ekki að breyta þá svara ég þingmanninum svona.