137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

Landsvirkjun.

[10:41]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Mig langar til að biðja hæstv. forsætisráðherra um að svara þeirri spurningu sem ég lagði fram. Ég spurði að því hvort eignir Landsvirkjunar standi til fullnustu skulda hennar ef fyrirtækið getur ekki greitt af lánunum og ríkissjóður getur ekki hlaupið undir bagga, sérstaklega í ljósi þess að afborganir lána Landsvirkjunar 2011 og 2012 eru afar þungar og erfiðar og á sama tíma á ríkissjóður í afar erfiðum greiðslum af erlendum lántökum og stendur þar frammi fyrir sama vandamáli. Er gert ráð fyrir skuldum Landsvirkjunar í reikningum ríkissjóðs eins og málin standa núna þar sem ríkissjóður rekur tæknilega Landsvirkjun?

Ég óska eftir að fá svör við þessum spurningum en ekki einhverjar útskýringar með vonum um það sem hugsanlega gæti gerst. Ég er að spyrja um það ef allt fer hér á versta veg miðað við það ástand sem við lifum við í dag og forsendur bresti af ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar.