137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ættleiðingar.

[10:56]
Horfa

dómsmálaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil aðeins bæta hér við vegna þess að við erum að tala um börn sem eru ættleidd frá sínu heimalandi og það sem skiptir auðvitað mestu máli er hvað barninu er fyrir bestu, að því séu búnar svipaðar aðstæður og gildir um börn almennt hér á landi. Auðvitað má deila um árafjölda í þessu tilliti en ég vil benda á að á Íslandi getur fólk verið allt að 49 ára þegar það ættleiðir sem eru mun hærri aldursmörk en gerist og gengur á Norðurlöndunum.