137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave.

[11:01]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Varðandi Icesave fer fram umræða um það málefni í dag. Ég mun kveðja mér hljóðs og gera grein fyrir afstöðu minni, hvaða augum ég lít þetta mál eins og það stendur núna. Ég hef almennt verið fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum og gæti mjög vel sætt mig við að þessu máli væri skotið til þjóðarinnar sem og öðrum stórmálum sem varða þjóðarhag. Ég get fullvissað hv. þingmann um að ég mun gera grein fyrir afstöðu minni til þessa máls við umræðuna í dag.