137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[11:02]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég vil beina því til forseta Alþingis að hlutast til um að þeir hæstv. ráðherrar sem gefa kost á sér undir dagskrárliðnum Óundirbúinn fyrirspurnatími svari þeim spurningum sem fyrir þá eru lagðar en komi ekki upp í ræðustól Alþingis og tali um veðrið eða snúi á annan hátt út úr því sem fyrir þá er lagt. Ef ekki verður breyting á þessum dagskrárlið á Alþingi nær hann ekki markmiði sínu og er algerlega gagnslaus og óþarfur. Ég beini því á ný þeim tilmælum til forseta Alþingis að þessum tilmælum verði komið til skila.