137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[11:09]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ástæðan fyrir því að ég legg fram þessa breytingartillögu er að í núverandi lögum eru ákvæði um að starfandi sparisjóðum sé heimilt að vera með stofnfé að lágmarki 1 millj. evra og gildir þessi undanþága aðeins fyrir þá sparisjóði sem nú eru starfandi. Ég tel að þegar við tölum um jafnræði skipti máli að við hugsum til framtíðar. Ef einhverjir mundu vilja stofna nýja sparisjóði gildir það sama um þá eins og starfandi sparisjóði og að hægt er að stofna þá miðað við jafnvirði 1 millj. evra í stofnfé.

4. liður í breytingartillögu minni tengist þessu þar sem raunverulega er verið að leggja til að undanþáguákvæðið varðandi starfandi sparisjóði falli út. Því segi ég já.