137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[11:18]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Það er rangt og mjög mikill misskilningur að hér sé gerð atlaga að sparisjóðakerfinu. Þessi 7. gr. er þvert á móti nauðsynleg forsenda þess að sparisjóðirnir geti fengið nýtt stofnfé sem er þeim lífsnauðsyn ef þeir eiga að geta haldið starfsemi sinni áfram. Nýtt stofnfé, segi ég, ekki aðeins frá ríkinu á forsendum 2. gr. neyðarlaganna heldur vonandi einnig frá öðrum sem vilja styðja sparisjóðakerfið eins og við sem greiðum atkvæði gegn þessari tillögu hér um. Ég segi nei.