137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[11:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég gat um það áðan að þingskjalið sjálft er upp á 70 síður, 69 nákvæmlega og þau fylgirit sem er að finna á island.is eru ég veit ekki hve margar síður á mismunandi tungumálum og varða enskan rétt o.s.frv. og svo eru einhver leyndarskjöl sem þingmenn hafa fengið að sjá og ég hef ekki komist í enn þá og ætla að fara á eftir og kynna mér … (Gripið fram í: Hvað varstu að gera í nótt?) Ég var á leiðinni frá Vilníus í nótt til þess að koma og bjarga þjóðinni í dag. [Hlátur í þingsal.] Ég skora á hæstv. forseta og ég vil spyrja hæstv. forseta: Hefur hæstv. forseti kynnt sér frumvarpið og öll þau fylgiskjöl og afleiðingar þess gagnvart breskum rétti, afleiðingar þess á íslenska hagsögu og afleiðingar þess á fullveldi Íslands út í hörgul?