137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[12:44]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér finnst mjög mikilvægt að heyra hvað þáverandi formaður utanríkismálanefndar hefur um þetta að segja. Það er alveg geysilega alvarlegt ef átt var við að eitthvert land væri að hóta okkur. Ég skil svar hv. þingmanns að svo hafi ekki verið, það hafi ekki verið neinar upplýsingar um að eitthvert land, t.d. Holland, hefði hótað að senda ekki olíu eða mat til Íslands, stoppa fyrir það eða beita sér eitthvað í því sambandi, þetta hafi verið meira þannig að ef hér yrði mikill gjaldeyrisskortur mundu einstakir aðilar sem eru í viðskiptum við Ísland ekki treysta sér til að vera í viðskiptum við okkur, þetta hafi ekki verið land sem hafi hótað heldur að þetta hafi þá verið meira einstakir innflutnings- og útflutningsaðilar sem hafi þarna átt í erfiðum samskiptum.