137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[12:54]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil vekja á því athygli að á umræddum fundi í Iðnó sem ég vitnaði til, var áðurnefndur hópur, Indefence, sem hefur verið harðlega gagnrýninn og mjög málefnalega á Icesave-málið í heild, á þeirri skoðun að við ættum að fara samningaleiðina í þessu máli. Þess vegna vildi ég draga það fram í þessari umræðu að fyrst fjármálaráðherra sjálfur hefur skipt um skoðun og telur að þetta sé illskásti samningurinn þá eru það meðmæli með þeim samningi sem við erum að taka afstöðu til.