137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[14:25]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon) (andsvar):

Frú forseti. Úr þessu deilumáli fæst bara skorið með einum hætti. Hann er sá — og ég skal bjóðast til þess núna að árið 2024, þennan dag í upphafi júlímánaðar, skal ég hitta hv. þingmann og við skulum fara yfir það (VigH: Ég veit ekki … á lífi þá.) (Gripið fram í.) hvort staðan er ekki betri þá en nú — að því gefnu að við verðum bæði á lífi. Ég ætla rétt að vona það. Það er kannski takmörk fyrir því hversu svartsýnn hægt er að vera í ræðustól.