137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[15:34]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. heilbrigðisráðherra kærlega fyrir ræðuna. Það er á svona stundum sem maður verður stoltur af því að vera alþingismaður og raunverulega flutti hæstv. heilbrigðisráðherra þá ræðu sem við eigum öll að flytja hér í dag. Skynsemi og sannleikur í fyrirrúmi. Þakka þér kærlega fyrir. (Gripið fram í: Bara kjósa ...)

Eins og hæstv. ráðherra kom inn á þá snýst Icesave-málið nefnilega ekki um ríkisstjórn Íslands. Það snýst ekki um höfuð fjármálaráðherra eins og hæstv. fjármálaráðherra talar sjálfur fyrir. Icesave-deilan snýst um þjóðarheill. Hún snýst um fullveldi okkar. Hún snýst um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Hún snýst um fjölskyldurnar og hún snýst um auðlindirnar okkar. Er ekki hæstv. heilbrigðisráðherra tilbúinn til að feta þessa braut með okkur framsóknarmönnum og ganga alla leið í þessu máli og koma fylktu liði á þing og fella þennan samning? (Gripið fram í: Heyr, heyr!)