137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[15:39]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég mun fylgjast með framgangi þessa máls í nefndum og í meðförum þingsins. Ég ætla að reyna að taka á þessu máli af raunsæi. Ég mun skoða málið líka á pólitískum forsendum og meta það. Það sem ég á við þar er að ég mun reyna að meta hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í reynd. Við skulum ekki gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn, síðasta ríkisstjórn, var búin að semja eða gefa yfirlýsingu um að við ættum að ganga frá þessum málum á tíu árum, ekki á 5,5% vöxtum, á 6,7% vöxtum. Þetta er staðreyndin. Ég þarf að sannfærast um það í mínu hjarta að það sem vaki fyrir stjórnarandstöðunni og þá ekki síst Sjálfstæðisflokknum (Forseti hringir.) hvað þetta snertir, þ.e. að hann sé ekki að reyna að koma þessari ríkisstjórn frá til þess eins (Forseti hringir.) að ganga frá sambærilegu samkomulagi og halda síðan áfram á þeirri braut (Forseti hringir.) sem hann hefur fetað frá 1991 með (Forseti hringir.) skelfilegum afleiðingum (Gripið fram í.) fyrir íslenskt þjóðfélag.