137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:06]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Af hverju er þetta þá ekki — minnisblaðið — af hverju erum við þá ekki að tala um þann samning? Af hverju var hollenski fjármálaráðherrann á fjármálaráðherrafundinum að segja að samræður væru í gangi á milli Íslendinga og Hollendinga? Af hverju? Jú, af því að það var enginn samningur kominn á. (Gripið fram í.) Menn geta ekki verið að fela sig í þessu. Það er ekki boðlegt að koma með svona málflutning hingað upp af hálfu ráðherra. Minnisblaðið er ekki skuldbindandi og menn skulu hafa það á hreinu ellegar hefðu Hollendingar ekki haldið áfram við samningaborðið til þess að ná samningi við okkur.

Málið er að við þurfum að komast í gegnum þessar Icesave-skuldbindingar. Við þurfum helst að gera það saman. Hlustið á okkur. Reynið að vinna málið með okkur. Reynum að semja málið upp á nýtt. Þetta er ekki góður samningur sem við erum að ræða hér um. (Gripið fram í: Ekki hlaupa frá verkum.)