137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:16]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Það hvarflar ekki að mér að draga í efa niðurstöðu alþingiskosninga, hvorki þeirra sem fóru fram 25. apríl (Gripið fram í.) síðastliðinn né þeirra sem fram hafa farið á undanförnum árum og áratugum. En hv. þingmaður svaraði ekki spurningu minni um það hvað hún hefði fyrir sér í því að ætla að hægt sé að endursemja við Breta og Hollendinga. Það er að stórum hluta pólitísk spurning. Eins og þingmaðurinn veit mjög vel var Ísland og stjórnvöld á Íslandi beitt gríðarlegum pólitískum þrýstingi í haust vegna þessa máls (Gripið fram í.) og vegna þess alls.

Það er ábyrgðarhluti að halda því fram að það sé hægt í raun að fella samninginn, fara út og semja betur og selja þjóðinni þá afstöðu. En þá vil ég líka vita hvað hv. þingmaður hafi fyrir sér í því að það sé hægt, gerlegt (Forseti hringir.) og mögulegt.