137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:19]
Horfa

Forseti (Steinunn Valdís Óskarsdóttir):

Forseti vill upplýsa hv. þingmann um að hæstv. forsætisráðherra er staddur á fundi utan húss og kemur í hús um leið og þeim fundi lýkur. (Gripið fram í.) Ef hv. þingmaður sættir sig við það þá getur forseti fært hann aftar á mælendaskrá og kallað eftir því að hæstv. forsætisráðherra komi hér í hús og hlýði á ræðu hv. þingmanns. (Gripið fram í: Nei, nei.)