137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:31]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hæstv. forseti þarf ekki að óttast að ég ætli að fara að ræða við hæstv. fjármálaráðherra um efnisatriði málsins. En ég vildi beina því til hæstv. forseta að viðkomandi þingmenn fái afrit eða aðkomu að þeim skjalalistum sem hæstv. fjármálaráðherra vísaði til sem eiga að sýna tilvist þeirra gagna sem skráð hafa verið um viðkomandi mál þannig að þingmenn geti þá alla vega kallað eftir upplýsingum eftir þeim forsendum til viðbótar þeim sem þegar hafa verið lögð fram.