137. löggjafarþing — 34. fundur,  3. júlí 2009.

embætti sérstaks saksóknara og rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008.

138. mál
[12:21]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir greinargóð svör en velti þó fyrir mér hvort tryggt sé að setning í greinargerð frumvarps hafi áhrif á þessi embætti eða hvort ríkisvaldið þurfi ef til vill að koma þeim skilaboðum til skila með afgerandi hætti. Það er ekki nóg að senda þau skilaboð eingöngu með ræðu úr þingsal að slík samvinna sé í boði, að því gefnu að samningarnir taki gildi.