137. löggjafarþing — 34. fundur,  3. júlí 2009.

embætti sérstaks saksóknara og rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008.

138. mál
[12:22]
Horfa

dómsmálaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel reyndar að ríkisvaldið, hið opinbera, geti í raun gætt hagsmuna sinna með því að beina erindum til sérstaks saksóknara eða eftirlitsstofnana eða jafnvel kærum ef ríkið telur að brotið hafi verið á hagsmunum þess.