137. löggjafarþing — 34. fundur,  3. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[13:27]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Ég get tekið undir með honum í báðum þessum atriðum og mér finnst í raun og veru stórfurðulegt að standa hérna og ræða um þetta þegar ég veit að það er forsendubrestur fyrir samningnum. Ég held að við ættum að fara að einbeita okkur að því að endurreisa íslenska bankakerfið. Ég átti fund með fulltrúum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, með Mark Flanagan og lénsherranum sem býr hér núna, og þeim fannst alveg stórfurðulegt að öll stjórnsýslan á Íslandi væri að fara í sumarfrí. Það þýðir einfaldlega að það mun taka tvo mánuði í viðbót að endurreisa bankakerfið og það þýðir að stýrivextirnir munu áfram haldast svona háir.