137. löggjafarþing — 34. fundur,  3. júlí 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[13:28]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Að sjálfsögðu tek ég undir þetta. Það er mjög mikilvægt að við vitum í hvað verið er að eyða peningunum okkar. Það er jafnframt eitt sem mig langar að vekja athygli á vegna þess að það heyrðust köll úr salnum að ég væri að vega ranglega að samninganefndinni. En ég spurði nefndarmenn að því hvort einhver þeirra hefði verið búsettur í Bretlandi og þekkti til breskrar samningahefðar. Að sjálfsögðu var fátt um svör því að enginn þeirra hefur reynslu af því.