137. löggjafarþing — 36. fundur,  9. júlí 2009.

fundarhlé vegna nefndarfundar.

[12:09]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins fá ekki leynt beiskju sinni yfir afgreiðslu utanríkismálanefndar í morgun þegar stjórnartillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu var afgreidd þar út með meiri hluta atkvæða. Það eina sem er margklofið í því efni er auðvitað stjórnarandstaðan sjálf sem mér skilst að ætli að vera með mörg álit í málinu og full ástæða til að fagna. Ég vek athygli á því að hv. formaður Sjálfstæðisflokksins hefur þakkað fyrir þá góðu og efnismiklu vinnu sem fram hefur farið í nefndinni og að henni var gefinn tími til að vinna. Þingmenn þurfa auðvitað að búa við það sumarið 2009 að það getur þurft að fresta fundi í einn og hálfan tíma þegar afgreiða á eitt stærsta mál í sögu þings og þjóðar.