137. löggjafarþing — 36. fundur,  9. júlí 2009.

bresk skýrsla um Icesave.

[12:29]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Þetta er þó ekki ótrúlegri málflutningur en svo að nákvæmlega þessi sömu viðhorf er að finna í annarri álitsgerð með miklu betri og útfærðari hætti. Sú álitsgerð var kölluð fram í tíð — hvaða ríkisstjórnar? Ekki þeirrar ríkisstjórnar sem ég sit í núna heldur í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem hv. þingmaður og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins studdi. Það er að segja að lögfræðistofan Schjödt — sem Peter Dyrberg, sem okkur er að nokkru kunnur sem störfum að þessum málum á Íslandi, átti m.a. aðild að — lagði fram þetta álit að beiðni þáverandi ríkisstjórnar. Þar koma þessi rök fram. Hvaða ríkisstjórn tók þessa ákvörðun? Það var sú ríkisstjórn sem ég og hv. þingmaður studdum á sínum tíma.