137. löggjafarþing — 36. fundur,  9. júlí 2009.

ríkisábyrgð vegna Icesave.

[12:51]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Bhr):

Frú forseti. Mig langar að beina fyrirspurn til hæstv. umhverfisráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-málsins. Nú er faðir hæstv. umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, Svavar nokkur Gestsson sem fór fyrir samninganefndinni sem kom heim með þessa glæsilegu niðurstöðu. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort hún telji sig hæfa til að greiða atkvæði um ríkisábyrgðina í ljósi þessara tengsla.