137. löggjafarþing — 36. fundur,  9. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[18:08]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt að sparisjóðunum er fjár vant. Þeir kalla nú eftir því að fá fé úr ríkissjóði á grundvelli neyðarlaganna frá því í haust. Af því hefur ekki orðið. Þeir bíða eftir samþykkt þessa frumvarps sem gerir það mögulegt.

Ég tel, frú forseti, að þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu við 2. umr., einkum hvað varðar möguleika til arðgreiðslna og aukningar stofnfjár, geri það að verkum að sparisjóðirnir verði eftirsóttari fjárfestingarkostur, þ.e. að aðrir en ríkið sjái sér hag í því að leggja nýtt stofnfé inn í sjóðina.