137. löggjafarþing — 36. fundur,  9. júlí 2009.

endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[20:09]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Eygló Harðardóttur enn og aftur fyrir hennar andsvar. Ég held að umræðan um skipan stjórnar — ég held að það hafi verið nokkuð mikill einhugur í nefndinni. Í raun var niðurstaða okkar flestra sú að nauðsynlegt væri að ráðherra skipaði hana. Ég verð að játa að minn skilningur er sá að Eignaumsýslufélagið sem mun falla undir Bankasýsluna, þ.e. að þá hljóti stjórn þess að verða valin af valnefnd samkvæmt reglum Bankasýslunnar. En það skal játast að það er í sjálfu sér ekki ljóst og þyrfti bara að fjalla um það sérstaklega, tel ég.