137. löggjafarþing — 37. fundur,  10. júlí 2009.

störf þingsins.

[10:42]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Frú forseti. Þó við hv. þm. Jón Gunnarsson séum ekki alltaf sammála vil ég taka undir orð hans um mikilvægi samgöngubóta. Við verðum vissulega að hafa í huga þá stöðu sem ríkissjóður er í í dag og þá nauðsynlegu forgangsröðun sem þarf að hafa í huga. Ég skora á hann að taka þessi málefni upp á vettvangi samgöngunefndar og við getum þá verið sammála um hag kjördæmisins í þeim efnum. En það má ekki gleyma því, eins og hann minntist á, að það er álag á vegakerfi okkar og þess vegna ættum við kannski að horfa til góðs fordæmis hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem á undanförnum dögum, ég veit til þess, hefur hjólað í vinnuna ofan úr Grafarvogi og er það vel, enda hefur hann sjaldan verið sprækari í þingsal en einmitt undanfarna daga.