137. löggjafarþing — 37. fundur,  10. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[11:13]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ég er ósammála megininntaki þessa frumvarps og þá sérstaklega hvað varðar 7. gr. Ég er heldur ekki sammála þeirri túlkun meiri hlutans að þetta sé forsenda þess að koma með stofnfjárframlag inn í sparisjóðina. Ég tel að þegar sé til staðar lagaumhverfi til að gera það og að ekkert í neyðarlögunum komi í veg fyrir að hægt sé að leggja þetta stofnfjárframlag fram.

Ég tek líka undir orð annarra þingmanna sem hafa komið upp um að algjör skortur á framtíðarsýn sé í þessu frumvarpi. Það er alger skortur á skilningi gagnvart hugmyndafræði sparisjóðanna og hugmyndafræði Samvinnuhreyfingarinnar og þess vegna segi ég nei.